Hvar fæ ég ref?

Mig hefur frá því að ég var bara pínulítil langað í gæluref. Hef átt hunda, kanínur, hamstra, fiska, fugl og kött svo að dæmi séu tekin.

Svo þegar ég heyri að svöng greyin séu orðin að plágum þá langar mig bara að bjóða þeim að flytja til mín þó svo að ég viti allt þetta um villidýr og gæludýrahald.

Ef einhver getur selt mér yrðling þá væri gaman að skoða það mál nánar.

Hér er dæmi um einn sem er reyndar ekki sérlega stilltur í taumi en ég veit um hunda sem hegða sér verr í bandi.

http://www.youtube.com/watch?v=GjqkBcZLwVY&feature=related


mbl.is Tófan bar hjarta og lifur úr nýdrepnu lambinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern tíma kom ég austur í Borgafjörð eystra á bæ þar sem refur var heimagangur. Það var frekar vinalegt.

Egill (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Maðurinn í þessu mynbandi hefði varla getað gert púðluhund bandvanan.

Hitt er svo annað mál hvort refir eiga almennt að gerast gæludýr.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Þóra Mjöll Jensdóttir

Við höfum átt nokkra yrðlinga í gegnum tíðin og þeir verð nú aldrei nein gæludýr þótt það sé jú gaman að hafa þá, ég man reyndar bara eftir einum sem við áttum og tíkinni okkar var ekkert sérlega vel við hana til að byrja með og beit hana illa svo hún var lengi með stórt sár á enninu og svo sparkaði hestur í hana því henni fanst svo agaleg gaman að hanga í taglinu á þeim. En hún lifði það nú allt af og borðaði blautan hundamat úr skeið, henni fanst best að láta mata sig með skeiðinni en var samt alltaf mjög vör um sig þegar henni var gefið að borða, á endanum var hún bara laus úti alltaf ásamt hundunum og tíkin fór að líka vel við hana og leik við hana, hún bjó sér til greni á milli rúllustæðna og lét fara vel um sig en þegr líða tók á haustið fór hún að fara á flakk frá okkur og kom ekki til baka í eitt skiptið.

Mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum dýrum en eru ekki mjög gælin.

Þóra Mjöll Jensdóttir, 25.8.2009 kl. 09:44

4 identicon

Held þú ættir að ganga af þeim plönum ef þú ert þá einhver dýravinur......Hvað varð um öll hin dýrin þín??

persóna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:21

5 identicon

Ég er mikill dýravinur. Hvað það kemur þér við kæra "persóna" veit ég ekki en engu að síður þá dóu mörg dýranna minna úr elli og sem dæmi má nefna elstu kanínu landsins var hamingjusöm og í minni eigu. Ég hef aldrei og mun aldrei lóga neinu dýri nema svo veiku að það geti ekki lifað áfram.

Ég á hunda, kanínur og fiska í dag og líður þeim öllum vel.

Tilgangur minn með þessum skrifum var að vekja fólk til umhugsunar. Dýrategundir sem eru háðar manninum í dag voru einusinni villtar og hver segir að rebbi geti ekki orðið það líka ef hann fær að vera nokkrar kynslóðir hjá manninum? Af hverju ekki hann eins og önnur dýr?

Gaman að heyra af yrðlingunum þínum Þóra Mjöll.

Solla (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:18

6 identicon

Jæja og er þá rebba borgið? Eða er einhver rebbi til þegar hann er orðin eitthvað húsdýr,það verður ekki sama dýrið það er á hreinu. Er að meina að það yrði ekki rétt gagnvart rebba að fanga hann inn á heimili. 

persóna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:21

7 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

ég sagði ekki að rebba væri borgið með því að gera hann að gæludýri.

En má hann ekki allt eins vera gæludýr hjá mér frekar en að vera skotinn af bændum?

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 3.9.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband