Tollurinn stefnir lífi fólks í hættu fyrir nokkra lítra af áfengi.
28.9.2010 | 12:14
Ekki hefði ég viljað slasast í strætó vegna nokkurra lítra af búsi.
Tollurinn stressar bílstjóra jeppabifreiðarinnar sem sjá sér bara fært um að stinga þá af vegna hræðslu við að vera teknir.
Auðvitað hefðu þeir átt að stoppa.. En mér er alltaf illa við svona eftirfarir.
Áfengi fannst í bifreiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu ber Tollgæslunni að reyna að stöðva lögbrot, sem smygl er svo sannarlega, og það er náttúrulega engin afsökun fyrir meintan brotamann að hlýða ekki stöðvunarmerkjum vegna þess hversu stressaður hann er. En eftirfarir eru varasamar, hvort sem um er að ræða eftirför Tollgæslunnar eða lögreglu.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:25
veit ekki hvort tollurinn hefur leifi til að stöðva bila en þeir hafa ekki leifi til að elta þá yfir hámarkshraða !!
ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:50
Já.. þetta er allt tollinum að kenna að maðurinn ákvað að brjóta öll umferðarlög og klessukeyra bílnum...
Sendum bara þau skilaboð til allra ökumann og afbrotamanna... að ef þeir aka bara eins og vitleysingar í burtu þá sleppi þeir... það mundi örugglega verða til þess að enginn brýtur af sér... svona eins konar "frítt úr fangelsi" kort eins og í Matador.
Ég treysti lögreglu og í þessu tilfelli tollgæslunni til að meta þetta...
þú ert óttalegur kjáni Sólrún .. svona facebook/blogg upphrópari.... kallað stundum besservisser.
Ingólfur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:09
Ragnar: Þú virðist vita meira en við hin, hvar færð þú þínar heimildir?
Höfundur bloggsins er svona sensationalisti eins og það kallast. Gerir drama úr hlutunum án þess að vita nákvæmlega hvað gerðist eða hvernig það fór fram.
Hallur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:19
hefði ekki verið sniðugara að taka niður númmerið í staðin fyrir að fara í eltingarleik
vigtoría (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:26
eitt er bara ég sé engin forgángsljós á bíl tollgæslunar . eftirför þíðir ekki endilega elta yfir rauðljós eða á ofsahraða innan um ofsaumferð . en ef svo er þá biðst ég velvirðingar .
lögreglan á heldur ekki að veita bil eftirför á ofsahraða það er bara eitt sem stöðvar fólk sem keyrir á undan lögguni á ofsahraða !! . en hun á samt að elta bara ekki inn i rasgatinu á bilnum !!!
ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:38
eitt er bara ég sé engin forgángsljós á bíl tollgæslunar . ----- . en ef svo er þá biðst ég velvirðingar .
ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:39
Ingólfur...eini besservisser-inn hérna ert þú!
Tollgæslan hefur ekkert með blá forgangsljós að gera. Fyrir það fyrsta þá er þetta forgangsljós en ekki stöðvunarmerki, þó svo að þau séu notoð sem slík. Forgansljós hafa þann tilgang að stytta útkallstíma og flestum tilfellum til að bjarga mannlífum og verðmætum. Einnig til að afstýra hættu (öfugt við það sem þessir tollgæslumenn stuðluðu að). Í öðru lagi þá er tollgæslan löggæsla en á sínu sviði eingöngu. Hún hefur ekki lögregluvald fram yfir almennan borgara nema á afmörkuðum svæðum sbr.flugvelli og hafnarsvæði. Tollgæslumenn meiga ekki einu sinni fara framúr hámarkshraða. Jú, þeir meiga stunda eftirför en bara á sama hátt og ég og þú! Hinn almenni borgari hefur enga skyldu til að framfylgja skipunum tollvarða td. eins og í umferðinni. Til þess höfum við lögregluna! Í þriðja lagi eru sjúkra og lögreglumenn "þjálfaðir" í því að aka forgangsakstur svo langt sem það nær. Tollgæslan ekki! Nánast eingöngu er þeirra menntun á bóklega sviðinu. Í fjórða lagi, þá er lögreglan löngu búin að átta sig á (sem betur fer) að það borgar sig ekki að hanga í rassgatinu á þeim sem ætlar sér greinilega ekki að stoppa ökutæki sitt og eru það mörg ár síðan. Þeir hafa sína yfirstjórn eða vaktstöð sem tekur slíkar ákvarðanir og stendur og fellur með þeim td. eins og halda áfram, draga úr eða stöðva eftirför. Þetta eru staðreyndir en hér fyrir neðan er mínir eigin duttlungar.
Síðan er það mín persónulega reynsla að tollverðir eiga það til að ofmetnast og halda sig stærri en raunin er og vísa ég þá í valdsvið þeirra. Einnig er misgáfulegir menn þar eins og annarstaðar en af einhverjum ástæðum hef ég alltaf lent í óttalegum aulum í póstmiðstöðinni upp á höfða. Menn sem ekki hafa geta skilið þá pappíra sem þeir báðu um og eitt skiptið þurfti ég að prenta út 3var sinnum sama pappírinn áður en ég gat fengið draslið afgreitt. Tek fram að ég var að panta vörur af ebay. Og eigum við eitthvað að ræða tollstjórnina....Mannsæði er EKKI landbúnaðarvara og ætti ekki að vera í sama tollflokki einu sinni. Ipodinn minn sem ég pantaði að utan var flokkaður sem upptökutæki og þurfti ég að borga fullt vörugjald, toll og vask þess vegna. Það er ekki einu diktafónn í ipodnum. Einn má nefna það að ef ipod kostar 50$ og sendingargjaldið aðrir 50$ þá þarftu að borga fullt vörugjald, toll og vask af 100$. Sambærilegur mp3 spilari ber miklu lægri gjöld og sumir með upptökumöguleika. Eru engin takmörk fyrir heimskunni? Svo segja menn að láta þá fá blá ljós svo þeir geti keyrt eins og fávitar "löglega"?
Nei takk!!!! Látum eingöngu þá sem skipta okkur máli á neyðarstundu, aka með forgangsljós s.s. lögreglu, sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og læknavaktina.
Afsakið langlokuna en maður bara verður að svara svona vitleysu sem er hent, af hugsunarleysi, út í loftið:Þ
Kveðja,
Haukur Þór
Haukur Þór (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:45
Sæll Haukur,það varð að stöðva brotamanninn, ég er með 20.ára feril á sjó og hætti vegna eyturlyfjaneyslu um borð úti á sjó, hvernig færi ef þessi bjáni væri t.d. yfirmaður og eldur kæmi upp hann stemdi skipsáhöfnni í voða, tollurinn varð að stöðvabrotamanninn.
Bernharð Hjaltalín, 28.9.2010 kl. 20:18
Sæll Bernharð.
Þetta er rétt hjá þér en það er 2 atriði sem þú gleymir. Þetta er ekki á sviði tollgæslunnar úti í almenningi innan um saklausa borgara. Við höfum lögregluna til þess. Og svo er hitt...á þessum tímum er bara hreilega ekki sama hvernig hlutir eru framkvæmdir. Skal ég nefna dæmi: Fyrir mörgum árum tíðkaðist það hjá lögreglunni á suðurlandi að elta brotamenn undir stýri allt til enda. Og eitt þeirra skipta var þegar ökumaður ók á ofsahraða frá reykjavík til selfoss með lögregluna á hælunum allann tímann. Þetta endaði í hryllilegu slysi( ef slys skyldi kallast) þegar ökumaðurinn reyndi framúr akstur við hafnarfjall en endaði framan á eldri hjónum. Við skulum bara segja að lögreglan setti met tíma í að koma sér á slysavettvang....
Þetta kallaði á breyttar aðferðir hjá lögreglunni og fyrir eki svo löngu síðan var í fréttunum þegar lögreglan á suðurlandi notaði "spikes" eða svona gaddabelti sem sprengdi dekk bifreiðarinnar. 100% árangur og enginn slasaðist. Eina eignatjónið var hjólbarðar á bifreið brotamannsins. Segðu mér....hvort er gáfulegra?
Kveðja,
Haukur Þór
Haukur Þór (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:37
Haukur Þór:
Úr tollalögum 88/2005
155. gr. Leit í förum og farartækjum.
Tollgæslu er heimilt að leita alls staðar í förum sem eru á tollsvæði ríkisins. Einnig er heimilt að leita í farartækjum sem eru á eða koma frá fermingar- og affermingarstöðum skipa og flugfara, svo og öðrum þeim stöðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru eða hafa verið geymdar. Tollgæslu er enn fremur heimilt að leita í öllum farartækjum sem hún hefur rökstuddan grun um að flytji ólöglega innfluttar vörur.
158. gr. Húsleit í framhaldi af beinni eftirför.
Tollgæslu er heimilt að veita þeim mönnum eftirför sem skjóta sér undan eða grunaðir eru um að hafa skotið sér undan tolleftirliti með innfluttar vörur. Framkvæma má leit í húsum þegar um beina eftirför er að ræða og bið eftir úrskurði dómara veldur hættu á sakarspjöllum.
3. mgr. 167. gr.
Stjórnendum fara og farartækja er skylt að stöðva þau þegar tollvörður gefur um það merki.
Ég var í tollgæslunni í Rvk í nokkur ár og biflreiðar stöðvaðar annaðhvort í hliðinu á hafnarsvæðum eða með bendingum, flauti og ljósblikki. Það er nægilegt í ljósi ofangreinds ákvæðis 3. mgr. 167. gr. tollalaga, fyrir því er margra áratuga framkvæmd. Í 99.9% tilvika hlýða menn en svo eru svona einstaka meistarar sem
Vissulega er valdheimildir tollgæslu fyrst og fremst afmarkaðar við hafnarsvæði, póststöðinni á Stórhöfða þar sem alþjóðlegur póstur kemur inn í landið og við flugvelli en það eru þó þröngar undantekningar þar á, eins og í þessu tilviki óslitinnar eftirfarar og t.d. í tollvörugeymslum utan fyrrgreindra svæða, þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar með sérstöku leyfi frá Tollstjóra.
Eins og kemur fram í fréttinni höfðu tollverðir strax samband við lögreglu þegar ljóst var að ökumaðurinn ætlaði ekki að stöðva bifreiðina og er það föst vinnuregla þegar svona stendur á. Hins vegar var enginn lögreglubifreið tiltæk akkúrat þá þannig að tollverðirnir hófu eftirför.
Og það verður ansi erfitt fyrir skipverja á flutningaskipi, sem væntanlega hefur verið stöðvaður ótal sinnum á leið út af hafnarsvæðinu af tollvörðum, að bera það fyrir sig að hann vissi ekki að þeir væru að biðja hann um að stoppa. Annað gæti hugsanlega gengið fyrir einhvern sem er algjörlega ókunnugur svæðinu og tollgæslunni þar.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.