Fari þeir sem stóðu að verki til helvítis.

Þetta er lítill ungur björn.

Friðað villt dýr!

 

 Bætt við sökum athugasemda:

Ég sagði ekkert um að ég vildi drepa fólk. Ég geri mér fulla grein fyrir hættunni af svona dýri og umgengst dýr mikið.

 Mörg dýraverndunarsamtök hefðu kannski áhuga á að flytja hann á sinn kostnað.
Þetta hefur líka slæm áhrifa á skoðun annarra þjóða á okkur íslendingum "sem gerum ekki annað en að eyðileggja náttúruna og drepa hvali" nú höfum við nýja "atvinnugrein" sem er ísbjarnamorð.

Það eru til byssur sem deyfa svona dýr samstundis og svæfa þau. Á þeim tíma væri hægt að hafa samband við samtök sem tækju að sér flutning. Ef ekki þá væri hægt að drepa dýrið eftir þann tíma.

Svo er ósmekklegt af mbl að birta svona myndir að blóðugu dýrinu þar sem börn og aðrir sem ekki kæra sig um að sjá svona lagað. Ég kæri mig heldur ekki um að sjá myndir af dauðu fólki í fjölmiðlum þar sem svo jafnvel nekt þykir verri.

Dýrið er líka í útrýmingarhættu og flest vitum við um vinnuna sem liggur að baki pöndum í dag.

 


mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála fyrsta ræðumanni,,,, Þetta er til skammar.

Sigbjörn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:09

2 identicon

þið eruð til skammar það kostar milljónir að flytja þetta til grænlands ..

Gísli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:11

3 identicon

þið viljið sem sagt láta stórhættulegt rándýr valsa um frjálst til að drepa fólk.

Óli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:12

4 identicon

Alveg sammála ÖMURLEGT :C  

Tinna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:14

5 Smámynd: Gísli Sigurður

Er ekki í lagi? Átti viðkomandi að setja ól á hann, taum og rétta þér hann? Algjör fávitaskapur og þvæla að vera að eyða pening í að senda þessi dýr til baka.

Þvílíkur rörahugsunarháttur..

Gísli Sigurður, 27.1.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ísbirnir eru friðaðir en mannfólkið ekki. Hvernig var það þegar reynt var að flytja bjarndýrið lifandi hér um árið, drapst það ekki við tilstandið? Það er eins og mig minni það. Og þar fyrir utan, hver ætlar að borga kostnað við að ná dýrinu og flytja það til heimkynna sinna? Er það málshefjandi og félagar?

Gísli Sigurðsson, 27.1.2010 kl. 16:16

7 identicon

Sko ekki sammála ykkur : Sigurbjörn, Gísli og Óli heldu þér Sólrún.

Leyfa greyinu að lifa...

Tinna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:16

8 identicon

Hverskonar yfirlýsingar eru þetta??

Það var fátt annað í stöðunni þar sem ekki er hægt að senda lifandi dýr frá Íslandi til Grænlands vegna sjúkdómahættu. Hæpið að hann hefði lifað af svæfingu eftir langt sjósund og ef hann hefði lifað það hefði hann þurft að dúsa í búri til dauðadags. Þó svo að björninn hafi verið "ungur" hefði hann verið fullfær um að drepa fullorðinn einstakling. Ég er ekki viss um að fyrsti ræðumaður kærði sig um að hafa svona dýr röltandi um í garðinum hjá sér

Vaki (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:16

9 identicon

"Fari þeir sem stóðu að verki til helvítis"

Þetta er eflaust tilla heppnað glens hjá síðuhöfundi, enginn er svona vitlaus.  Að sjálfsögðu var ekkert annað í stöðunni en að slátra dýrinu, þetta er villt dýr sem gæti auðveldlega skaðað menn.  Þeir bjálfar sem vilja gera þetta að gæludýri eiga að láta renna af sér vímuna.

Baldur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:17

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fjöldi stórra rándýra, sem eru efst í fæðukeðjunni takmarkast af því hve mikið er af bráð þeirra. Því fækkar tígrisdýrun af því að lítið er eftir af villtum hjartardýrum á Indlandi og fjöldi fálka ræðst af ástandi rjúpnastofnsins. Eftir að selveiðar voru að mestu leyti bannaðar fyrir nokkrum áratugum hefur sel fjölgað gríðarlega á norðurslóðum og þar með ísbjörnum. Það er fráleitt og fáránlegt að tala um að þessi dýr séu í útrýmingarhættu. Trúlega eru ísbirnir nú fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið síðan á 19. öld.

Vilhjálmur Eyþórsson, 27.1.2010 kl. 16:18

11 identicon

"Til þess að reyna björgun þurfa að vera ákjósanlegar aðstæður, s.s. að fólki standi ekki hætta af, skyggni sé gott og tryggt sé að dýrið sleppi ekki út í vatn eða sjó. Aðstæður í Þistilfirði eru ekki ákjósanlegar til þess að reyna björgun."

"Umhverfisstofnun sendi frá sér tilkynningu fyrir stundu þar sem kom fram að ákveðið hafi verið að fella dýrið í staðinn fyrir að reyna að bjarga því. Aðstæður hafi verið slíkar að það hafi reynst heilladrjúgara að aflífa ísbjörninn."

Hvað er að? Viltu láta hann bara labba um landið?

Grétar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:18

12 Smámynd: corvus corax

Ert þú kæri bloggari ein af þessum kaffi-latte-þambandi kaffihúsalandeyðum sem halda að umhverfisverndarofstæki sé aðalmálið? Ótrúlega heimskulegt hjal í þér greyið. Þú veist greinilega ekkert um ísbirni innan um fólk og fénað ...litli kjáninn þinn.

corvus corax, 27.1.2010 kl. 16:18

13 identicon

Þessi dýr eru friðuð en alls ekki í útrýmingarhættu. Sjálfsagt má að fella það ef einhver hætta var á ferðum.

Ég myndi allavega ekki vilja taka ákvörðun um að reyna að veiða það lifandi við erfiðar aðstæður, missa síðan sjónar á því og frétta næst af því kjamsandi á börnum í nálægu bæjarfélagi.

Magnús Ó (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:18

14 identicon

Get ekki séð annað en að við séum með nóg af plássi fyrir þessi rándýr, þau eru að koma sér yfir sem er þokkalegur dugnaður - leyfum þeim bara að vera :)

Við ættum að geta varið okkur jafn vel og Grænlendingar ef þeir nálgast mannabyggðir, það eru birnir í mörgum löndum ... ;)

Eniga meniga!

Eva Dögg (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:19

15 identicon

Óli

Stórhættulegt rándýr.... í Svíþjóð, Kanada og mörgum löndum eru skógarbangsar og þeir eru ekki skotnir þótt þeir séu í mannabyggðum

Churchill í Manitoba er þekkt sem ísbjarnahöfuðborg heimsins þar sem ísbirnir ganga koma reglulega í bæinn. Þeir eru ekki skotnir heldur

Þetta er bara viðbjóðsleg framkoma

I I (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:21

16 identicon

Mér þætti nú gaman að sjá framan í þetta fólk sem tala ílla um þá sem skutu þennan björn, þegar það sjálft lendir í því að ísbjörn er í seilingar fjarlægði. Ætliði að segja mér það að þið mynduð vilja bíða eftir því að einhver kæmi með búr og deyfi byssur og fangi bjössa og flytji hann heim til sín?? Nei...það er bara ekki þannig. Það er bara svo auðvelt að sitja heima hjá sé og vorkenna vesalings dýrunum....Þetta er eitt grimmasta rándýrið á jörðinni og er að valsast í garðinum hjá fólki!! Það eina rétta í stöðuni var að skjóta dýrið og það strax.

Óli Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:21

17 Smámynd: corvus corax

Gleymum ekki að landeigandi viðkomandi staðar þar sem ísbjörn er að þvælast er skv. lögum veiðiréttarhafi og sá sem getur ákveðið að fella björninn ef fólki eða búsmala stafar hætta af honum. Var ekki björninn felldur þar sem hann var kominn innan um sauðfé?

corvus corax, 27.1.2010 kl. 16:24

18 identicon

Grimmasta??

Þú ert greinilega of heimskur til að vita neitt um dýraríkið eða út fyrir póstnúmerið sem þú býrð í

Lestu þig til um ísbirni, fíflið þitt

I I (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:24

19 identicon

Það hefði átt að flytja Kolbrúnu Halldórsdóttur norður og fá hana til að hafa ofan af fyrir dýrinu, til dæmis með því að klappa því.

gosi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:25

20 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Ég sagði ekkert um að ég vildi drepa fólk. Ég geri mér fulla grein fyrir hætunni af svona dýri og umgengst dýr mikið.

 Mörg dýraverndunarsamtök hefðu kannski áhuga á að flytja hann á sinn kostnað.
Þetta hefur líka slæm áhrifa á skoðun annarra þjóða á okkur íslendingum "sem gerum eki annað en að eyðileggja náttúruna og drepa hvali" nú höfum við nýja "atvinnugrein" sem er ísbjarnamorð.

Það eru til byssur sem deyfa svona dýr samstundis og svæfa þau. Á þeim tím væri hægt að hafa samband við samtök sem tækju að sér flutning. Ef ekki þá væri hægt að drepa dýrið eftir þann tíma.

Svo er ósmekklegt af mbl að birta svona myndir að blóðugu dýrinu þar sem börn og aðrir sem ekki kæra sig um að sjá svona lagað. Ég kæri mig heldur ekki um að sjá myndir af dauðu fólki í fjölmiðlum þar sem svo jafnvel nekt þykir verri.

Dýrið er líka í útrýmingarhættu og flest vitum við um vinnuna sem liggur að baki pöndum í dag.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 27.1.2010 kl. 16:27

21 identicon

Það væri hægt að senda næsta ísbjörn sem kemur til landsins til þín, Sólrún.

Eirikur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:28

22 Smámynd: corvus corax

...og hvað er nú að því að drepa hvali? Er það verra en að drepa lömb, hesta, nautgripi, fiska, eða hvaða önnur dýr sem vera skal? Skinhelgi og rugludallaháttur í friðunarhyskinu.

corvus corax, 27.1.2010 kl. 16:30

23 identicon

I I -  skógarbirnir lifa að miklu leyti á einhverju úr jurtaríkinu, ekki ísbirnir.

Auk þess eru engar varnir gegn ísbjörnum hér á landi og fólk hefur eina leið til að verja sig ef að ísjbörn ógnar því að einhverju leyti - skjóta dýrið.  Ekki bíða eftir því að komið verði með eitthvað búr til Þistilfjarðar. Ef að aðstæður henta ekki til að fanga dýrið er betra að skjóta það heldur en að vita af því einhvers staðar á landinu reikandi um - það er betra að þekkja óvini sína og geta staðsett þá.

Grétar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:31

24 identicon

Segi nú bara eins og einn ráðamaður þjóðarinnar sagði síðast þegar birnirnir komu, þetta er ekki einhvað sætt dýr sem hægt er að knúsa og kjassa heldur stórhættulegt, svo þú sem skrifar svona skallt bara kynna þér betur staðreyndir í þessu og hætta þessu væli. Auðvitað á að aflífa greiið enda var hann vafalaust svangur og hefði bara etið það sem fyrir var. Á að taka áhættu þar til einnhvað manslíf verður svona birni að bráð.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:32

25 identicon

þú ert asnalegur Eiríkur.....það er eitt líf svo að við vitum og samt slökkvum við það á stundinni....það er heimskulegt....og ég er viss að greyið hefði haft meiri séns á að lifa af að vera svæfður og fluttur í burtu...þrátt fyrir sjúkdómahættu og svona heldur en á að vera skotinn.....bara aumingjar sem vilja klára af strax.....og ómannúðlegt.....og bara drullu fífl.....hann VAR lífvera eins og við og vildi eflaust lifa áfram...

Pétur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:33

26 identicon

ákveðinn I I þyrfti að lesa sig til um ísbirni frekar en að segja öðrum að gera það...

... http://www.snopes.com/photos/gruesome/polarbear.asp

Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:33

27 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Hahaþ

Æðisleg umræða og heit. Vissi að orðið "helvítis" mundi hita umræðuna.

Ég veit ekkert hvaða fólk stendur þarna að og er eflaust ´gætt þó það sé annarrar skoðunar.

Við erum nú búin að lenda í þessu nokkrum sinnu hingað til og ættum að geta verið reiðubúin næst þegar þetta hendir.

Ég biðst velvirðingar en ég taldi mig vissa um að björninn væri í útrýmingarhættu.

Nei ég drekk ekki kaffe latte. Ég starfa mikið með dýrum og veit hvað grimmd er.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 27.1.2010 kl. 16:38

28 identicon

Mér finnst nú alveg að það hefði átt að leyfa aumingja dýrinu að lifa ! Er algjörlega sammála blogg-eiganda í einu og öllu í sambandi við þessa frétt ! Greyið villtist af leið, hann pantaði sér ekki far hingað í þeirri hugsun að fara nú að gera einhvern skandal. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því hversu hættuleg svona dýr eru en eins og í athugasemdinni hér að ofan þá eru birnir í mörgum öðrum löndum. Mér finnst þetta fljótfærni, strax hugsað um að drepa aumingjans dýrið.

Sísí (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:39

29 identicon

já vá okei... á ég að sýna þér myndir af fórnarlömbum raðmorðingja...

Er maðurinn eitthvað skárra rándýr?

Ég get líka sýnt þér mynd af konu sem missti andlitið eftir að hundur beit hana og réttlæt þá að ég fari að skjóta alla hunda sem ég sé

I I (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:42

30 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Sólrún,

Ég vil bara benda á að síðast þegar hvítabjörn gekk á land var fenginn maður frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn til þess að freista þess að ná dýrinu lifandi.  Þeim tókst ekki að komast nógu nálægt dýrinu til þess að skjóta deyfilyfjum í hann og því var eina úrræðið að aflífa hann.  Hvítabirnir, eins og flestar aðrar bjarnategundir, eru mjög varar um sig og gersamlega óútreiknanlegar.  Dráp á bjarndýrum, hvort heldur hvítabjörnum eða grábjörnum, er yfirleitt neyðarúrræði sem því miður verður stundum að grípa til. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.1.2010 kl. 16:45

31 identicon

Flott dæmi þarna Gunnar. Hvað ætli það hafi líka kostað seinast þegar það átti að svæfa og flytja hinn Bangsann sem kom hingað.
Og svo segirðu að það eigi bara að svæfa hann og SVO finna lið sem vill flytja hann?
Heldurðu að það taki bara klukkutíma að redda þessu öllu.
Kannski hann gæti bara kíkt í Blá lónið á með hann væri að bíða.
Skoðaðu myndirnar sem gunnar var að setja inn og hugsaðu nú að þetta kæmi fyrir einhver sem þér þykir vænt um.

Þórhallur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:47

32 identicon

I I

Já þeir eru stórhættulegir. Og þessi var pottþétt svangur eftir sundið.  Saddur skógarbjörn á heimaslóðum er ekki það sama og svangur hræddur ísbjörn sem er í ókunnugu umhverfi.

"Fat polar bears rarely attack humans unless severely provoked, whereas hungry polar bears are extremely unpredictable and are known to kill and sometimes eat humans."

Óli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:49

33 identicon

hvað er fólk að æsa sig yfir myndinni af bjarndýrinu frá 2008, það segir að greyið börnin bera þess ekki bætur að hafa séð svona hryllilega mynd af blóðugu dýri?

fer þetta sama fólk ekki með börnin sín að kjötborðinu í Nóatúni þar sem gefur að líta afhoggna útlimi hinna ýmsu dýra, jafnvel heilu höfuðin og kynfæri þeirra?

skil ekki svona málflutning

ari (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:49

34 identicon

Hættið þessu bulli... ég ætla rétt að vona að þau samtök sem myndu láta það hvarla að sér að eyða fúlgum fjár í að bjarga einu vesælu bjarnarkvikindi sem er komið lengst út fyrir sitt svæði, myndu sjá að sér og reyna að gera eitthvað gáfulegra við peninginn. Það er gott og blessað að friða þessa birni, en ef stofninn stenst ekki að eitt og eitt stykki sé fellt vegna hættunnar sem stafar af þeim, þá er þeim ekki ætlað að ná mikið lengra í þessum heimi. Við búum ekki í Hálsaskógi.

Ég held að peningunum væri betur varið í uppbyggingarstarf á Haiti frekar en að koma einum ferfættum aftur til síns heima!

Þetta minnir mig bara á kerlinguna sem hringdi í þjóðarsálina um árið að kvarta yfir því að menn væru að þvælast upp á fjöll til að skjóta þessa grey' rjúpu. Hún skildi ekkert í því afhverju þeir gátu ekki bara farið útí kjötborðið í hagkaup og keypt sinn fugl þar eins og venjulegt fólk!

Brynjar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:51

35 identicon

Ég er samt sem áður farin að ílengjast eftir því að einn af þessum óheppnu ísbjörnum sem heimsækja Ísland heim verði bjargað. Skil vel að ekki er hægt að bjarga öllum en í þetta skipti er víst talað um ungan húnn. Því hefði verið kjörið tækifæri að bjarga þessum litla og um leið fengið jákvæðar fréttir bæði hér á landi og einnig erlendis þar sem íslendingar þurfum jú að bæta ímynd okkar.

 Ef þið eruð að tala um kostnað þá væri auðveldlega hægt að fá eitthvað af þessum bönkum eða fjármagnsstofnunum til að bjarga brúsann... Ímyndin þeirra er notað sem plakat í helvíti.

Þröstur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:51

36 identicon

Mér finnst nú samt öðruvísi, Ari, að sjá í kjötborði heldur en dýrið sjálft í blóði sínu. Það er líka svoleiðis að fólk lítur öðruvísi á þá hluti, amk. flestir. Að sjá steik, hráa steik er bara matur - að sjá bjarndýr, sem mörg börn líta á sem bangsa og sofa jafnvel með á nóttunni útatað í blóði getur varla verið gott.

Sísí (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:53

37 identicon

Og "við" eyðum nú alveg nógu andskoti miklum pening í margt annað en að bjarga lífum - Eurovision t.d. ! Finnst allt í lagi að bjarga litlum ísbirni

Sísí (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:57

38 Smámynd: corvus corax

Það er nú í góðu lagi Þröstur að þú ílengist í málvillunum ...verra ef ísbirnir ílengjast hér á landi innan um alls konar aula og búfé.

corvus corax, 27.1.2010 kl. 17:02

39 Smámynd: halkatla

Sammála! Ekki afsaka þig fyrir aumingjum sem saka þig um að vilja drepa fólk bara vegna þess að þú sérð hversu illa rökstutt það er að framkvæma þessar aðgerðið. Þar eru aðallega á ferðinni manneskjur sem halda að ísbjörninn hafi komið hingað sérstaklega til að veiða börnin þeirra (já greindarfar þeirra er þannig). Og það er ekkert smá viðurstyggilegt að þurfa endalaust að horfa uppá soramyndbirtingar af svona felldum dýrum. Íslendingar munu þurfa að súpa seyðið af þessu einsog hinum ísbjörnunum tveimur - sanniði til! Og ef þetta var húnn þá er það bara enn grátlegra - björgunin hefði ekki kostað neitt ávið allt ruglið sem peningar ríkissins fara í ÞAÐ VITA ALLIR!  Og fara ætti varlega í að hlusta á allar afsakanirnar sem koma í síbylju frá fjölmiðlum og yfirvöldum um hversu ómögulegt osfrv svona björgunaraðgerðir eru...

halkatla, 27.1.2010 kl. 17:06

40 identicon

Börn lesa ekki fréttir er það nokkuð? Man ekki eftir því að ég hafi haft mikinn áhuga á fréttum sem barn. Foreldrar eiga líka að sjá sjálfir um að halda börnum sínum frá því sem þeir vilja ekki að börnin sjái. Það væri alveg eins hægt að byðja um að internetinu yrði lokað eins og að banna mbl að birta myndir af dauðum dýrum.

Óli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:07

41 Smámynd: corvus corax

Nú hefðum við átt að eiga svona IceBearSave reikning með fullt af peningum til að kosta björgun á kvikindinu og senda hann svo til London eða Amsterdam!

corvus corax, 27.1.2010 kl. 17:08

42 identicon

OOOOOOOOOO það kostar svo mikinn pening að bjarga bangsa

best að fella(drepa) hann bara.

Hrolfur olason (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:08

43 identicon

Og já, við vitum flest um vinnuna sem liggur á bakvið hinn sorglega stofn kínversku risapöndunnar. Það dýr er orðið svo gjörsamlega náttúrulaust að því er enganvegin viðbjargandi. Friðið endilega það sem friðað verður en ekki dæla víagra í ráðavillta pöndu til að reyna koma henni til! Vissulega skilur mannkynið eftir sig djúp skörð í náttúrunni en ekki reyna að ausa úr bátnum með sigti. Fyrir alla muni reynd þú Sólrún að líta á heildarmyndina og beindu þessum krafti í rétta átt... þá má vel virkja svona eldmóð ef hann rennur í rétta átt.

Brynjar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:10

44 identicon

Það er semsagt í lagi að sólunda peningum afþví einhver annar gerði það? Það er sniðug regla. Ok, sleppum því að taka þátt í júróvision þá og björgum næsta ísbirni í staðinn... þá er mér nokkuð sama. En sú þjóð sem færi að auglýsa sig í einhverri hamingjuvímu yfir að hafa bjargað einum birni kæmi alltaf út eins og ánægða barnið sem bjargaði mávinum. Það er öllum sama. "Á bara að slökkva líf sisvona?" Sá sem sagði þetta... hugsaðu um þessa setningu næst þegar þú ert að fá þér kjúkling, sjóða fisk eða leggja niður músagildru.

Brynjar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:20

45 identicon

frabærar skyttur a islandi til hamingju ...vonanandi koma fleiri birnir til ad skjota.

einar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:23

46 identicon

nei var tedda ekki bara utrasarbjorn fra grenland og var skotinn her ,,,,,,,,,,,,,annad utrasavikingarnir fra islandi ,,,,,,,,,,,

einar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:28

47 identicon

hérna er litli sæti björninn í action.

http://www.youtube.com/watch?v=8wGbCNDw-m0

Óli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:45

48 identicon

Hvað koma málvillur mínar við dauðan ísbjörn í Þistilfirði Corvus Corax?? Helvítis furðufugl...

Þröstur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:47

49 identicon

Þegar ég heyri um svona fréttir að heiman verð ég stoltur að hafa ákveðið að flytja að heiman þar sem enginn nennir að hugsa lengra enn þetta ,ég er tuttugu ára ungur maður sem þið íslendingar hafið endanlega misst til Svíþjóðar vegna þeirrar græðgi sem virðist enn tröll ríða öllu heima.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:56

50 identicon

Bangsar og börn eru svo sæt saman er það ekki.

Las fólk fréttina á enda, eða finnst því virkilega gaman að bulla vitelysu bara til að bulla.

Ég veit ekki, því verður náttúrlega hver að svara fyrir sig. Það er eins og 

Íslendingar séu eina þjóð jarðarinnar sem drepur Hvítabirni (Polar Bear),

Tekið af síðu mbl.is "Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Talið er að heimsstofn hvítabjarna telji 22.000 dýr í dag. Flesta hvítabirni er að finna í Kanada. Hvítabirnir eru á lista IUCN (Alþjóðanáttúruverndarsamtökin) yfir dýr í yfirvofandi hættu. Þrátt fyrir þetta styður hvítabjarnarráð IUCN sjálfbæra nýtingu á öllum 19 stofnum hvítabjarna. Um 800 dýr eru felld árlega."

Hver er að tala um alfriðun Hvítabjarna. Það er nú þannig að Hvítibirnir og Skógarbirnir eru bæði stórhættulegar skepnur þó svo annað lifi að mestu á jurtaríkinu bregða þeir sér einnig í rándýralíki þegar því er að skipta. 

En endilega leyfið öllum björnum að lifa og flytja þá burt eftir svæfingu. Bara eitt stykki deyfibyssa til í landinu til slíkra nota. Staðsett hjá dýrlækninum á
Egilsstöðum, nema ríkistjórnin hafi keypt slíka byssu eftir 2008.

Það er svo einfalt að bulla tóma vitleysu málstað sínum til bjargar að það hálfa er meira en nóg. Ég verð að segja alveg eins og er ég veit ekki hvert við stefnum með þessum hugsunarhætti. Þjóð sem hefur lifað mann fram af manni við veiðar og nýtingu lands og sjávar.  Bara skil ekki þessa ofurviðkvæmni sem gýs uppí fólki þó eitt og eitt kvikindi ísbjörn sé felldur.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:09

51 identicon

Skoðaðu þetta

http://www.youtube.com/watch?v=8wGbCNDw-m0

Hef takmarkaða þolinmæði fyrir fólki sem talar um hluti sem það veit ekkert um.

Bestu kveðjur.

Anna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:18

52 identicon

Ég stend við mitt ég mun ekki flytja aftur heim ef svona hlutir eiga að þykja í lagi því þeir eru siðferðislega mjög rangir

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:18

53 identicon

Þetta er orðið alveg ágætt helv... Trjáhuggararnir ykkar...
Haldið ykkur bara á kaffihúsunum á 101.  Og skiptið ykkur ekki af hlutum sem þið hafið ekki hugmynd um.
Það er nauðsynlegt að fella þessar skepnur þegar þær koma hingað til lands.
fyrir það fyrsta höfum við ekki efni á að vera að borga undir eitthvað gæluverkefni fyri kolbrúnu Halldórs og CO.
Eins og Corvus Corax sagði þá tekur það mikinn tíma að græja til búr svæfingu og flutning á svona dýri og auðvitað pening sem lítið er af hér á landi.

   Þið måske látið börnin ykkar halda það að kjötið komi úr verzluninni en að það sé ekki af lifandi skepnum.  Eða eru þið kanske dýraverndunarfólk frá helvíti, tyggjandi soja og japlandi á grasi út í eitt.
Alveg óþoladi þegar sumir tala útum rassgatið á sér vitandi ekki neitt.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:19

54 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ástæðan fyrir að fólk er svo á móti því að drepa þessi dýr er einföld þeir eru svo fallegir á myndHin ástæðan fyrir því að það eru svo margir sem vilja láta drepa þá strax er að þeir eru svo hættulegir

Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 18:21

55 identicon

Góðir punktaf og video hjá þér anna og góðir punktar hjá þér baldvin.

Og þú úlfar segi ég eitt ..     BLESS.  Og taktu hina bjálfana með þér :D

Við þurfum ekki neina trjáhuggara hér 

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:25

56 identicon

hljómar rosalega gáfulega.Ég er úr 101 og veit þess vegna ekki neitt í minn haus.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:25

57 identicon

Ég held að það séu nú flestir sammála að það er ekki hægt að leyfa birninum að lifa hér á landi. Ég vil allavegana njóta þeirra fríðinda að geta gengið um landið mitt með minni fjölskyldu án þess að vera sífellt að athuga hvort litli sæti bangsi sé nokkuð á eftir okkur og vera reiðubúin með byssuna í vasanum (eitthvað þyrfti maður að hafa).

En með þessa skógarbirni sem koma til bæja, ég sé ekki að það sé hægt að líkja því við þetta. Við erum þjóð sem er ekki vön því að hafa þessa stærð af rándýrum í landinu okkar.

En skiptir máli að þetta hafi verið húnn en ekki fullorðið bjarndýr? hann hefur nú náð að synda svolitla leið og var vel á sig kominn, er hann eitthvað minna hættulegur  ?? Getum ekkert endilega komist nær honum heldur en fullorðnum bjarndýrum. Ég held að bottom  line sé bara að við viljum ekki hafa þessi dýr hér á landi, við viljum ekki eyða einhverju milljónum í að bjarga einu og einu svona dýri því ekki er það t.d. gert í Grænlandi af hverju ættum við að gera það? Ég er sammála því að skjóta dýrin sem fyrst þegar þau stíga hér á land... nema grænlendingar vilji koma að sækja þau ;)

Arna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:30

58 identicon

Já Jón Ingi, það er nefnilega alveg óþolandi þegar sumir tala útum rassgatið á sér vitandi ekki neitt. En það þýðir samt ekki að skoðun fólks sé röng BARA af því þér finnst annað;o) Og mér finnst nú frekar ljótt að vera að kalla okkur sem finnst gróft að drepa dýr og láta myndir af því í fréttirnar þetta sem er hér að framan, allskonar orð sem ég hef ekki eftir. Plús það að þótt við séum kanski ekki hlynnt því að drepa dýr sem hefur villst af leið þýðir ekki að við séum einhverjar grasætur.. Hvaðan færðu það? Og ég held nú að flestir krakkar viti hvaðan kjötið í kjötborðinu kemur þó svo að þeim finnist leiðinlegra að sjá dýr útatað í blóði. Mér þykir til dæmis í lagi að hafa séð allskonar líkamshluta, heila og fleira en hinsvegar myndi mér ekki finnast mjög smekklegt að sjá manneskju í blóðbaði

Júlía (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:32

59 identicon

vill segja þer þetta með að flytja dýrið úr landi.. reynt var að gera það siðast að mig minnir en það tók of langann tima og þess vegna var dyrið skotið. held og vona að þu mundir drepa björn sem hefði getað komist i byggð og guð má vita hvað...

jon kjartansson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:34

60 identicon

Það gleymist alveg að taka inn í umræðuna að sú ákvörðun að farga dýrinu hafi verið best af mannúðarástæðum.

Nú hvá eflaust sumir.

Langsoltið dýr, nýkomið úr strangri sjóferð, með salt í sárunum á þófunum (svona löng sjóböð fara illa með húð og þófa) og mögulega uppfullt af sníkjudýrum... á það að þola það að vera dópað upp og flutt til Grænlands?

Ok, gefum okkur það að það þoli flutningana. Hvernig á það að geta veitt sér til matar svona á sig komið? Er skárra að það svelti til bana er til heimkynnana er komið? Eða á að venja það við það að fá heimsendan mat --> gengur það til lengdar?

Eða... var pælingin á fanga dýrið og setja það í dýragarð - í mjög svo ónáttúrulegt umhverfi? Ef dýrin fengju að velja sjálf þá myndu þau eflaust velja dauðann fram yfir vist í dýragarði. Þetta eru VILLT dýr og eiga að fá að vera það ÁFRAM.

Að kalla sig dýravin og að leggja ofantalið til, get ég ekki skilið.

Hvernig væri að hugsa hlutina til lengdar?

H.A. (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:35

61 identicon

Langar að bæta við að þessi "free range" bjarndýr í grennd við mannabyggð eru sennilega ekki glorhungruð og illa á sig komin.

Ef það væri raunin þá væru þau metin hættuleg og þá væri þeim sennilega lógað áður en þau dræpu einhvern.

H.A. (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:40

62 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fjörug umræða hér. Sumir vilja skjóta ísbirni strax og spyrja svo, aðrir vilja alls ekki skjóta. Allt eftir þeirri fjarlægð sem viðkomandi njóta við villidýrið.

Svona til þess að jafnræðis sé gætt og allir sem á annað borð hafa myndað sér fræðilega skoðun væri hægt að gefa kost á því að mynda sér raunveruleikaskoðun.

T.d. mætti svæfa næsta hvítabjörn sem flækist óvart inn á sveitajarðir norður í landi - innan um þarbúandi fólk og búpening - og flytja hann suður og sleppa lausum á Lækjartorgi.

Sú ímynd minnir mig reyndar á bíómynd um Godzilla í NY...

Kolbrún Hilmars, 27.1.2010 kl. 18:46

63 identicon

Það er gott að fá nokkra bangsa til landsins. Þetta er atvinnuskapandi. Fólk fær vinnu við að skjóta hann, flá, stoppa hann upp og rannsaka hann. Svo væri hægt að selja kjötið í Nóatúni. Þessir umhverfisverndarsinnar eru svo orðljótir sem sýnir hvað þeir eru vitgrannir. Svo má bæta því við að það er ekki umhverfisvernd að friða allt.

Pálmi Reyr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:03

64 Smámynd: Jón

Það er búið að svara þessum vitsmunaskertu dýravinum sem vilja bjarga allt og alla sama hvort það sé íkorni, ljón eða ísbjörn með svo mörgum skýrum og rökgóðum svörum að ég veit ekki við hverju er hægt að bæta en ég skal reyna.

 Þetta er einfaldlega stórhættulegt rándýr sem getur ekki verið innan um fólk. Það er ekki hægt að halda því sofandi í marga daga eins og sumir virðast halda og þar að auki ganga ekki menn um allt norðurland með deyfibyssur.

Það að einn var felldur í ár og 2 í 2007 eða e-ð svoleiðis er líka algjörlega hættulaust fyrir stofn þessa dýrs. Árlega þá er ein sýsla/svæði í Kanada með kvóta uppá 518 !!!!!!!!!!!!! ísbirni og svo er önnur sýsla með kvóta um 106. Svo eru fleiri staðir á norðurslóðum með kvóta en ég hef ekki tölu yfir því. ÞANNIG AÐ ÞESSI EINI BJÖRN SEM VAR FELLDUR AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM MUN EKKI FELLA STOFNINN, þannig að þið megið alveg anda rólegar. Þetta er eina ástæðan sem hefði mátt nota til að verja dýrið og það er marklaust því ekki áttum við að sleppa því að drepa það því þetta var sætt og fallegt dýr. Lömb eru alveg voða sæt en samt japlið þið á þeim reglulega svo hættið þessu bulli.

  Það er svo hæðnislegt hvernig sumir tala hérna að ég á ekki til orð yfir því og að lokum má ég spurja. Er ekki "Búið að skjóta ísbjörninn" miklu betri fyrirsögn heldur en "Manneskja slasaðist/lést í dag vegna árás ísbjarnar" eða það að fólk á norðausturlandi þyrfti að vera í hættu vegna þess að það væri "Ísbjörn laus á norðausturlandi, fólki ráðlagt að halda sig heima".

 Þessi frétt er jákvæð og sýnir ábyrga ákvarðanatöku og ég er mjög feginn því að sumir hérna hafi ekki verið á staðnum því þau hefðu líklega labbað beint uppað dýrinu og reynt að knúsa það og þ.a.l. endað illa.

Jón, 27.1.2010 kl. 19:51

65 identicon

Eigum við ekki að fara inn á spítala og skjóta alla sjúklingana? ....það kostar svo mikin pening að bjarga þeim og hægt að gera margt gáfulegra með peningana.....

Svo dæmigert frá fólki sem er svo skíííítsama!!!

I I (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:33

66 identicon

Halelúja nafni :) ...  Þetta ætti að troða aðeins uppí 101 hippana :D

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:38

67 identicon

Já.  I I
Skjótum ALLA sjúka hér á landi og tökum öryrkjana líka í leiðinni.  Og fyrst að svo er eigum við þá ekki líka að skjóta alla fatlaða líkamlega svo og andlega.
Og fyrst að við erum kominn á þessar slóðir skulum við líka skjóta fangana.

Svona endemis vitleysa að leggja að jöfnu sjúklinga og ísbjörn sem er stórhættulegur er það allra heimskulegasta sem ég hefi séð lengi vel.
Til hamingju I I  þú hefur núna opinberað vitleysu þína.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:42

68 identicon

Ég skil ekki þetta fólk sem talar um pening í þessum malum.  Við sendum miljörðum til að hjálpa fólk í Haíti og öðrum löndum, fólk sem er ekki í útrýmingarhættu, getum við þá ekki eytt pening í að bjarga þessi rándýr og koma þeim heim til sín aftur?

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 21:59

69 identicon

Úffff á að fara að byrja á þessu ...

Mér hefur alltaf fundist þetta órtúlegt ... að henda peningum í hjálparstörf hingað og þangað um heiminn .  Sérstaklega afríku þarsem nánast allir peningarnir lenda í einhverju öðru heldur en hjálpinni sjálfri.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:22

70 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Sólrún. Hvers vegna þarf að bjarga dýrinu? Ef það hefur komist hingað af sjálfsdáðum kemst það líklega burt þannig líka, ef það vill. Þessi dýr eru ekki stöðugt skotin í einhverju hysteríukasti í Kanada og á Grænlandi eins og vikið er að hér að ofan.

Ég hef sjálfur miklu meiri áhyggjur af kindum sem tæta í sig gróður landsins. Væri ekki hægt að fá fleiri svona dýr hingað til að halda þeim stofni í skefjum? 

Hörður Þórðarson, 28.1.2010 kl. 03:57

71 identicon

Það minnist auðvitað enginn á grey lömbin sem bangsi var innan um. Nú eða bónda, bóndakonu eða bóndadóttur. Enda sauðmeinlaus bangsi og ekki svangur, vanur því að umgangast fólk og fénað.

Í alvöru, það ætti að redda nokkrum hingað snarlega og sleppa þeim á Lækjartorgi til að koma kollinum á fólki í lag.

Mér finnst reyndar sjálfsagt að reyna að redda greyinu ef færi gefst, - sé hann á nógu einangruðum stað má t.d. henda í hann kjöti og reyna svo að góma hann, það myndi friða suma a.m.k. En ekki þar sem hann er kominn inn um fólk og fé. Það var hreinlega heppilegt að til var nógu stórt skotvopn. (30.08 er talið hentugt viðmið, en Grænlendingar reiða sig á 30-30 eða 0.303 sem lágmark. 9mm skambyssa stoppar ekki bangsa ef hann kemur í átt að þér, og ekki mp5 nema þú hittir augun).

Á Grænlandi eru Birnir yfirleitt skotnir ef þeir koma niður í byggð. Var í Kulusuk fyrir nokkrum árum, þar var búið að skjóta 8 í þorpinu það árið so far, sá síðasti var felldur um há-ferðamannatímann fyrir framan kirkjuna í þorpinu. Það eru skotfæri í öllum húsum. Engin hystería, heldur blákaldur veruleikinn. Þeir koma nefnilega niður í byggð í ÆTISLEIT, og "maturinn" er mannfólk og fénaður ef einhver er. Börn ku smakkast ágætlega.

Og björn kominn í land eftir langsund, hann er svangur. Hvort er þá meiri dýraníðsla að stúta honum, eða horfa á þegar hann rífur sauðkindur á hol? Eða fólk? Það myndi kannski vera til lækningar svona bulli að taka bara af því vídeó og setja á blogg.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 09:00

72 identicon

Jón Ingi, ef þú ferð til Afríku í Safari-ferð.... ætlaru þá bara vera með rifill og skjóta öll ljónin því þaug GÆTU mögulega ráðist á þig??

Fyrsta lagi... þetta er húni, hefur verið pínulítill í fyrra. Hann kemur upp á land í svo miklu strjálbýli, örfáir sveitabæir þarna og hver einasti bóndi með rifill ef eitthvað svakalegt gerist.

Verstu ekki svona heimskur að segja mér að það eina sem hægt er að gera er að skjóta ungan ísbjörn sem kemur hérna syndandi marga kílómetra, sársvangur og búinn með allt þol.

Alveg hægt að ná í þetta búr og gefa honum að éta og ákveða næsta skref eftir það.

Það er ekk einu sinni spurning hvort eigi að skjóta þá eða ekki frekar en hvort það sé spurning hvort lögleiða eigi nauðganir eða ekki.

Það var engin ástæða til að skjóta hann. Þótt ísbirnir séu hættulegir þá kommon... það eru endalausar hættur í kringum okkur, og við eigum að vera löngu búnnað gera ráðstafanir því ísbirnir voru ekki að koma á land í fyrsta skipti árið 2008

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 16:23

73 identicon

Ég er alfarið á móti því að það þurfi að sjóta þessi dýr...:(

Ása Sverris (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 17:23

74 identicon

Mikið er vitið að vefjast fyrir, þar sem ekki er einu sinni hægt að hafa nafnið á manni rétt.

Svo að við setjum nokkra hluti RÉTTA að auki þá:

- Var fyrsta óvænta ísbjarnarkoma til landsins um langt skeið árið 2008. Þeir voru löngu hættir að sjást.

- Var þessi "húnn" víst talsvert þyngri en talið var. Nógu stór til að hakka hvern og einn óvopnaðan bloggara í spað og gæða sér á.

- Var þessi skepna í ca 10 m. fjarægð frá húsfrúnni á bænum, sem forðaði sér inn á spretti og prílaði upp á háaloft eftir að hringja. Var þá bangsi víst að snusa af útihurðinni, svo hún treysti engu nema að príla þangað sem hann ætti ekki auðfarið upp.

- Var síðasti bangsi í svipaðri nánd við 12 ára stelpu sem nánast gekk fram á hann, hvar hann var í mestu makindum (sem betur fer fyrir hana) að hakka í sig æðakollur úr hreiðrum. ÞAÐ var 2008.

- Var bangsi og sársvangur eins og nefnt er.....

Ef svona skepna birtist á róluvellinum þínum, myndirðu :

a) Hringja á lögguna?

b) Ná í myndavél og kaupa fullorðinsbleyju?

c) segja börnunum að vera góð við hann og reyna að gefa honum popp?

d) hlaupa...hratt...

Annars er reglan sú á Svalbarða, að ferðamenn skulu vera vopnaðir. Væri það ekki æðisleg viðbót við fjallatúrismann á Íslandi að það þurfi allir að hafa Kalashnikov svona til öryggis út af 101 meðferð á rándýrum.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 21:47

75 identicon

jarí-jarí

1.Það er hægt að tjalda við eldfjall og svo gýs það meðan maður er í fasta svefni

2. Þú getur farið með fjölskyldunni í frí til Tenerife og vélin hrapar og þú deyrð

3. Þú getur verið með fjölskyldunni þinn á leið til Akureyrar, mætt uppdópuðum unglingi sem fer yfir á vitlausan vegahelming, búmm... dauður!

4. Þú unnið farið á djammið og lent í slagsmálahundi sem lemur þig í hausinn með flösku.... búmm, dauður!!

Á ég að halda áfram?

Segðu mér... ef byssubrjálæðingur birtist með riffil að leikskóla (svipaðar líkur á því að það gerist og að ísbjörn birtist við leikskóla)... er ekki hringt á lögguna og hann yfirbugaður?

Er hann þá skotinn?

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:41

76 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég henti eftirfarandi inn á aðra svipaða færslu áðan.  "Lími" hana bara inn hér óbreytta.

Hér er fjör, en að mínu mati mættu sumir velta þessu máli dálítið betur fyrir sér áður en þeir fara að slá um sig gífuryrðum og drulla yfir fólk.

Staðreyndin er sú að ísbirnir eru mjög hættulegir og það eru til fjölmörg dæmi um að þeir hafi drepið fólk og að fólk hafi verið hætt komið.  Þetta er eitt af fáum stórum rándýrum sem sjá menn  ósköp einfaldlega sem fæðu og óttast þá lítið.  Þar sem ísbirnir eru algengir í nánd við mannabyggðir ganga menn vopnaðir.

Hér á landi eru engir ísbirnir eins og allir vita, nema þegar þá rekur hingað með ís, og þar af leiðandi eru Íslendingar óvanir því að þurfa að hafa slík dýr í huga við leik og störf.  Það verður því að grípa tafarlaust til ráðstafana ef vart verður við þá.

Menn eru búnir að átta sig á því að til þess að veiða svona skepnu í búr og koma til heimkynna sinna á nýjan leik þarf að fara út í mikinn kostnað.  Spurningin er : Er sá kostnaður réttlætanlegur?  Þau rök að ísbirnir séu í útrýmingarhættu eru einfaldlega ekki rétt.   Ef það reynist nú rétt að hnattræn hlýnun af mannavöldum eigi eftir að eyðileggja náttúrulegt umhverfi þeirra, þá verður tegundinni ekki bjargað með því að halda lifandi öllum björnum sem slysast til að þvælast hingað.  Það mun engu breyta.

Ísbjörn er bara dýr.  Ef ástæða þykir til að skjóta einn slíkan, þá ætti það ekki að þurfa að vera meiri ákvörðun en að fella nautgrip eða lamb til manneldis.  Það gerum við í stórum stíl og flest okkar eru kjötætur.

Ég hvet fólk til að hafa iljarnar á jörðinni og horfast bara í augu við staðreyndirnar í stað þess að gaspra vanhugsaða vitleysu.

Theódór Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 09:04

77 identicon

Málið er líka samt að það eru til dýr sem er eðlilegt að drepa og önnur ekki. Við drepum lömd, ekki hunda, við drepum, hreindýr, ekki ketti.... drepum rjúpur, ekki fólk

Ísbirnir flokkast seint sem dýr sem sjálfsagt er að drepa.

Seinast komu ísbirnir á land vorið 2008 sem þýðir að við höfum haft 21 mánuð til að undirbúa okkur en við höfum ekki gert það því það er svo þægilegt að eyða peningum í neyslu og kostnað sem við kjósum að eyða í.

Öðru lagi voru aðstæður ekkert metnar, þetta var ungt dýr, ekkert komið í tæri við neina menn og alveg hægt að hafa stjórn á ferðum þess á meðan búrið væri á leiðinni.

Ef menn geta smalað saman rollum og lömbum af fjöllum og stjórnað hvert þau fara þá er það alveg hægt með ísbirni í einhverja klukkutíma.

Þetta dýr var lítill húni fyrir örfáum mánuðum síðan, hefur fyrir því að berjast fyrir lífi sínu með því að synda þessvegna í einhverja sólahringja, loksins finnur land til að skríað upp á og byssukúla í hausinn eru móttökurnar sem það fær.

Það var ekki 0.3% ástæða til að skjóta dýrið.

I I (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:29

78 identicon

"Málið er líka samt að það eru til dýr sem er eðlilegt að drepa og önnur ekki. Við drepum lömd, ekki hunda, við drepum, hreindýr, ekki ketti.... drepum rjúpur, ekki fólk"

I I

Víst drepur fólk hunda. Bara ekki a vesturlöndum, þeir eru borðaðir í Kína.

"Öðru lagi voru aðstæður ekkert metnar, þetta var ungt dýr, ekkert komið í tæri við neina menn og alveg hægt að hafa stjórn á ferðum þess á meðan búrið væri á leiðinni."

I I

Af hverju segjirðu að aðstæður hafi ekki verið metnar.

Hvað með bóndann sem skaut björninn, var ísbjörninn ekki kominn í tæri við hann.

Ungur ísbjörn getur vel murkað lífið úr manneskju. Þetta ver ekki lítill húnn á spena eins og þú virðist halda.

Hefðir þú viljað hitta þennann björn, hann hefði að öllum líkindum steindrepið þig og hugsanlega étið þig svo. 

Málið er bara einfalt, annaðhvort að drepa björninn eða bíða þar til hann drepur einhverja manneskju. Viltu að einhver manneskja lemdi í hrömmunum á ísbirni?

Óli (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 17:28

79 identicon

Það er fullt af dýrum hættuleg í heiminum!!

Ef þú ferð í safari-ferð til Afríku, ætlaru þá að grípa rifilinn hjá leiðsögumanninum og skjóta ljónin?

Ef þú ferð til Spánar og sérð nautaat.... ætlaru að taka byssu og skjóta nautið því að nautrabaninn gæti verið í hættu?

Ertu að sjá hvað þetta eru heimskuleg rök?

I I (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:45

80 identicon

Vill búa til Jurassic park fyrir Ísbirni hér á Ísland! Garðurinn heitir Icebearsave! Eru menn með?

Jón Gísli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 01:07

81 identicon

II:

"Segðu mér... ef byssubrjálæðingur birtist með riffil að leikskóla (svipaðar líkur á því að það gerist og að ísbjörn birtist við leikskóla)... er ekki hringt á lögguna og hann yfirbugaður?"

Júbb. Og ef hann ansar engum sönsum og gefst ekki upp þegar að honum er beint vopni er hann gasaður eða skotinn. En Ísbjörn ansar ekki hótun með skotvopni. Og ekki kjassi, ekki frekar en 200 kg Pitbull, sem ég efast um að þú myndir reyna að klappa.

Og nú er það komið í ljós. Hann komst í tæri við bóndakonu sem átti fótum fjör að launa, týndist svo, og dúkkaði upp hjá fjárbónda sem vildi til að var vopnaður og skaut bangsa. Hann hafði ekki hugmynd um þetta og var ekkert að slóra við hlutina.

Ég er hræddur um að það hefði orðið lítið úr þessari umræðu ef að björninn hefði murkað lífið úr konunni á bæjartröppunum, eða úr bónda hefði hann verið vopnlaus, nú eða ef hinn bangsinn sem 12 ára stúlkan gekk fram á hefði slátrað henni. Og ef þínir nótar fengju meir að ráða, þá sæi ég fyrir mér skemmtilegan vinkil á sumartúrismanum, hvar þúsundir manna eru dreifðir út um allt land á göngu. Yrði riffill ekki að vera staðal/skyldu-útbúnaður eins og á Svalbarða? Og af hverju heldur þú að það sé svo á Svalbarða? Eða á Grænlandi, - yfirleitt riffill með í för....

Jú, þeir nefnilega þekkja ísbirni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 09:18

82 identicon

Jón Logi.... mér er svo nákvæmlega sama hvað ísbjörnin hefði geta gert eða ekki... Ef, ef, ef, ef.....

Lífið er ein stór áhætta, það er eldfjöll á Íslandi, við höfum jarðskjálfta, við höfum snjóflóð.... eigum við ekki bara öll að lifa inn í glerkúlu svo við séum 100% örugg fyrir hættum í umhverfinu.

Er ekki svakalegt að senda 12 ára stelpu í flugvél.... vélin gæti sprungið, hún gæti hrapað....

Ég held sé ekki hægt að ræða þetta við fólk eins og þig. Það er bara of mikil heimska í hausnum á ykkur.

Ekki taka því illa að ég segji að þú sért heimskur því það er ekki mér að kenna. Mæli með frekar þú gerir eitthvað í því og þá kannski sérðu svona hluti með heilbrigðari augum.

I I (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 11:47

83 Smámynd: Kolbrún Hilmars

II. Ég er einmitt svona fólk sem hef fullan haus af heimsku.

En svona þér að segja þá finnst mér nóg um þær áhættur sem eru fastir liðir í lífinu hér; eldfjöll, jarðskjálftar, snjóflóð, áhættusamt og síbreytilegt veðurfar, að ekki sé nú talað um óörugg tækniundur á borð við flugvélar, bíla, jöklaferðafarartæki og áramótarakettur.

Lausgangandi mannætuvillidýr eru handan við þolmörkin.

Kolbrún Hilmars, 30.1.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband