Ekki í fyrsta sinn
12.3.2009 | 09:28
Ég hef ekki tölu á því hversu margir bílar hafa farið þarna út úr hringtorginu. Þessi skilti hafa alltaf verið eitthvað beygluð eða rispuð eftir svona slys. Svo er innkeyrslan inn á blessuðu bensínstöðina óþægileg svo ökumaðurinn hefur vissulega náð að stytta sér leið. Það er mikil mildi að ekki hafa orðið alvarleg slys akkurat þarna. Var um stutt tímabil að afgreiða á þessari stöð.
Þegar að slys verða alltaf á sama stað þá þarf líklega eitthvað að fara að skoða umhverfið og reyna að bæta það svo að slíkt gerist ekki aftur. Það er ekki nóg að henda upp skilti með lækkuðum hámarkshraða. Það má alltaf segja að einhver hvefði mátt aka hægar og þá hefði allt farið betur en við værum líklega yfir höfuð ekki að keyra ef bílar færu ekkert áfram.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að hækka hámarkshraðann á tvöfalda kafla Reykjanesbrautar því að nú er vegurinn til fyrirmyndar nema kannski í Kúagerði þar sem hefði alveg mátt sleppa þessarri beygju í kring um pínulitla hraunnibbu.
Ók yfir torg og á bensínstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)